Fréttir 2006

Tjaldurinn mættur til Eyja

Í hádeginu í dag sást tjaldur út við Skansinn og má reikna með að fleiri komi á næstu dögum. Einn eða tveir ungir tjaldar hafa sést á Heimaey af og til í vetur en sá sem sást í hádeginu var fullorðinn fugl sem greinilega var nýkominn.