Fréttir 2006

Tjaldafjölskyldur

Tjaldurinn hefur verið duglegur að fjölga sér í sumar og litlar fjölskyldur sjást spígspora um alla Heimaey. Ungarnir eru orðnir fleygir en eru ennþá háðir foreldrunum, goggur þeirra er rauður með svartan blett fremst og fætur þeirra eru fölbleikir.

 

Tjaldur (Haematopus ostralegus)

Ungfuglinn hefur næstum því náð fullri stærð en ber enn merki um ungan aldur. Helstu einkenni eru grábleikar lappir, svört umgjörð um augun og svartir blettir á goggi. Einnig hefur hann ennþá hokið og ungalegt göngulag.

 

Fullorðinn tjaldur er með dökkbleikar lappir, rauða umgjörð í kringum augun og skærrautt nef.