Fréttir 2009

Svölumerkingar 2009

Náttúrustofa Suðurlands tók þátt í merkingarleiðangri fuglaáhugamanna út í Bjarnarey helgina 14-16. ágúst. Samtals voru merktir rúmlega 600 fuglar.

 

Stormsavala (Hydrobates pelagicus).

Alls tóku 13 manns þátt í leiðangrinum að þessu sinni, þar af voru fjórir starfsmenn Náttúrustofunnar. Merktar voru 571 sjósvala (Oceanodroma leucorhoa) og 60 stormsvölur (Hydrobates pelagicus), einnig endurheimtust fimm merktar sjósvölur. Ein var merkt 11. ágúst 2005 í Elliðaey, þrjár voru merktar í Bjarnarey 28. júlí 2007 og ein í Elliðaey 17. ágúst 2007.

Yfirleitt er farinn einn stór merkingaleiðangur á hverju ári en svona leiðangrar eru aðeins mögulegir með þátttöku sjálfboðaliða. Einnig hafa bjargveiðimenn verið leiðangursmönnum innan handar og í ár fékkst leyfi til að nota veiðihúsið í Bjarnarey og einnig fékkst aðstoð við að hífa farangurinn upp í eyju. Þökkum við Bjarnareyingum kærlega fyrir aðstoðina í ár.

 

Sjósvala (Oceanodroma leucorhoa).

 

 

Hálfdán Helgi Helgason á leið niður úr Bjarnarey.

 

 

Sigmundur Ásgeirsssson og Elínborg Sædís Pálsdóttir við uppgönguna í Bjarnarey.