Svalbrúsi (Gavia adamsii) sást við Heimaey í morgun. Svalbrúsi er stærstur brúsanna, lítið eitt stærri en himbrimi. Þetta er í fyrsta skipti sem svalbrúsi sést við Ísland. Þeir verpa við íshafsströnd Rússlands, norður Kanada og Alaska en á veturna sjást þeir t.d. suður með Noregsströndum. Var orðið löngu tímabært að svalbrúsi fyndist við Ísland. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar frá Breiðabakka. Einnig má skoða myndir af fuglinum hér.
Svalbrúsi (Gavia adamsii).