
Surtsey á góðum degi

Landtaka í Surtsey getur verið erfið og ekki vitlaust að hafa vana menn með í för

Þetta er hin leiðin, þ.e. að lenda á þyrlupallinum í Surtsey

Tanginn norður af Surtsey er stórgrýttur og því erfitt að taka þar land ef sjó hreyfir eitthvað að ráði

Innan við stórgrýtiskambinn hefur safnast nokkur reki innan um fjöruarfa og fleiri plöntur

Eitthvað er um að erlendir flækingsfuglar sjáist í Surtsey. Þetta er einn 12 krossnefja sem sáust í Surtsey í ágúst 2009

Eyjafjallajökull er tilkomumikill séður frá Surtsey

Laus gjóskan er enn að skolast ofan af móberginu og myndar hér aurkeilu

Hér má sjá eldri rofform í móberginu

Hrauntröð að hluta grafin í gosmöl

Hrauntröð rétt við Pálsbæ

Enn ein hrauntröðin. Sjá má jarðhitasprungur í móberginu í bakgrunni

Jarðhitasprunga í móberginu

Brot úr hraunbombu sem er að veðrast úr móberginu

Gróskumikill gróður í máfavarpinu syðst á Surtsey

Falleg hraunreipi sjást hér á hraunhellum sem standa upp úr gróðurþekjunni

Líffæðingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofu Suðurlands í máfavarpinu

Hugað að undirstöðum fyrir sjálfvirka veðurstöð í Surtsey

Uppsetning sjálfvirkrar veðurstöðvar

Kvöldverður í Pálsbæ

Horft til Eyja út um gluggann í Pálsbæ