Óhætt er að segja að þessi fyrsta ferð hafi gengið vel, níu skrofur náðust með dægurrita og þar á meðal ein sem fengið hefur dægurrita á hverju ári frá 2006.
Ingvar með skrofu sem borið hefur dægurrita öll árin sem skrofuverkefnið hefur verið í gangi eða frá árinu 2006.
Í tveimur tilvikum náðust fuglar í öðrum holum en þeim sem þær hafa orpið í síðustu ár. Ekki var að sjá neitt athugavert við holuna sem fuglinn var merktur í svo þessi flutningur bendir til þess að eitthvað hafi komið fyrir makann. Hér fyrir neðan má sjá frumgögn sem sýna farleiðir tveggja skrofa sem náðust um helgina.
Frumgögn sem sýna farleið einnar skrofunnar veturinn 2016-2017. Hluta leiðarinnar vantar þar sem gögnin eru ónákvæm í kringum jafndægur.
Frumgögn sem sýna farleið einnar skrofunnar veturinn 2016-2017. Hluta leiðarinnar vantar þar sem gögnin eru ónákvæm í kringum jafndægur.
Auk fuglanna „okkar“ náðist ein skrofa sem Jóhann Óli Hilmarsson merkti sem sem fullorðinn varpfugl 10. júní 1991. Það eru því 26 ár síðan þessi fugl var merktur og þar sem skrofur hefja yfirleitt varp 6-7 ára þá verður þessi fugl a.m.k 32 ára í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands var elsta íslenska skrofa sem vitað er um fugl sem merktur var 29. júlí 1974 og skotinn ólöglega 21. mars 1997, tæplega 23 árum síðar. Þessi nýi fugl er því að bæta íslenska aldursmetið um þrjú ár.