Fréttir 2009

Staða lundavarps í lok júní 2009

Farið var í holur á nokkura daga fresti með holumyndavél til að kanna hlutfall hola í notkun auk þess sem tímasetning varps er skráð og metin. Enn er ekki víst hvort lundar í Vestmannaeyjum séu fullorpnir en þegar að því kemur verður varpþéttleiki metinn í um 1000 holum til viðbótar víðar um eyjarnar í því augnamiði að fá skýrari mynd af stærð varpstofnsins í ár.

Heildar holunýting samkvæmt bráðabirgðargögnum er í kringum 45 % en er þó mismunandi milli varpa (15%-67%). Sambærilegt hlutfall árið 2008 var 62 % auk þess sem að varp náði hápunkti mun fyrr, þ.e.a.s. í kringum 4 júní en líklegast er þessi dagsetning í kringum 20.júní í ár þó svo að það muni koma betur í ljós þegar pysjur taka að klekjast. Það er þó ljóst að pysjur munu klekjast seint í ár, líklegast seint í júlí og verða því ekki fleygar fyrr en eftir miðjan september jafnvel seinna dragist vaxtartími unga líkt og gerðist 2008.