Tveir nemendur við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands hafa nú skilað til Náttúrustofu Suðurlands BS-ritgerðum sínum um rannsóknir á borsvarfi úr hluta borholu Hitaveitu Suðurnesja. Þetta eru þau Sigurveig Árnadóttir, en ritgerð hennar ber titilinn: Efnagreiningar á borsvarfi úr neðri hluta holu HH-08 á Heimaey, og Steinþór Níelsson en ritgerð hans heitir: Efnagreiningar á bergi úr efri hluta borholu HH-08, Vestmanneyjum. Umsjónarkennari þeirra beggja var Sigurður Steinþórsson prófessor. Nánar verður fjallað um þessar rannsóknir hér á síðunni í haust.
Rannsóknir á borsvarfi úr holu Hitaveitu Suðurnesja
10
Jul