Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir tímabundið til Náttúrustofu Suðurlands. Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur verið ráðinn í 75% starf til eins árs. Yann vinnur að rannsóknum á Þórshönum og Óðinshönum á Suðurlandi og síðan mun hann fylgjast með fuglalífinu hér á Heimaey.
Fiona Manson líffræðingur hefur verið ráðin til sex mánaða. Hún mun vinna að rannsóknum á vistkerfinu umhverfis Vestmannaeyjar í samstarfi við Háskólasetrið í Vestmannaeyju. Nánar verður gerð grein fyrir verkefnum Yann og Fionu síðar.

Yann Kolbeinsson og Fiona Manson í Hellisey 10. ágúst 2005.