Samtök náttúrustofa halda náttúrustofuþing á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015. Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök náttúrustofa, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur.
Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi. Þingið er opið almenningi og gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og gestafyrirlesara.