Fréttir 2010

Náttúrustofuþing 2010

Náttúrustofuþing 2010 verður haldið á Hótel Hvolsvelli þriðjudaginn 12. október.  Þingið hefst klukkan 13:30 og lýkur því klukkan 16:30. Kynnt verða nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsmenn náttúrustofanna eru að vinna og einnig verða fluttir tveir gestafyrirlestrar.

Þingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.