Fréttir 2009

Náttúrustofuþing 2009

Þann 8. október næstkomandi munu Samtök Náttúrustofa á Íslandi (SNS) standa fyrir náttúrustofuþingi. Þetta er í fimmta skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félagsins.

Að þessu sinni sér Náttúrustofa Reykjaness í Sandgerði um undirbúning þingsins og verður það haldið í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Dagskráin hefst klukkan 09.30 með ávarpi umhverfisráðherra og stendur til 17:00 eins og meðfylgjandi dagskrá sýnir.

Þingið er öllum opið, bæði á allt þingið eða einstaka fyrirlestra.