Lundavarp misferst algerlega í Vestmannaeyjum og víðar um land
 
								Útlit er fyrir að mjög fáar lundapysjur komist á legg í Vestmannaeyjum, Akurey, Ingólfshöfða og Papey í ár. Nú hafa egg ýmist verið afrækt eða pysjurnar drepist fljótlega eftir klak í öllum þeim holum sem Náttúrustofan hefur fylgst með í sumar.
  
					

Varpárangur mældur í Papey í lok júlí.
 
	 
		