Merktur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp suðvestur af Heimaey 18. febrúar síðast liðinn og leit merkið út fyrir að vera nokkuð gamalt. Haft var samband við Óskar Sigurðsson í Stórhöfða en hann hefur merkt ófáa fýla í gegnum tíðina.
Fýll á flugi við Ofanleitishamar á Heimaey.
Í ljós kom að Óskar hafði merkt þennan fýl fullorðinn í Stórhöfða 17. október 1970. Því var fýllinn að minnsta kosti 41. árs! Aldrei hefur liðið eins langur tími frá merkingu að endurheimt á þeim fuglum sem Óskar hefur merkt, fyrra met var 36 ár. Frá Náttúrufræðistofnun Íslands fengust þær upplýsingar að elsti merkti fýllinn hafi náðst lifandi 43 ára og 11 mánaða gamall í Bretlandi svo þetta er ekki met. Merkinu verður nú komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands en þar er haldið utan um fuglamerkingar á Íslandi.