Fréttir 2005

Fuglafréttir, 22. apríl 2005

Nokkrir hópar stoppa þó hér á Heimaey og hefur mátt sjá hópa af bæði heiðagæsum og grágæsum á túnum suður á Eyju auk nokkurra álfta. Þá hafa stórir flokkar af heiðlóum og hrossagaukum dvalið hérna og fyrir tveimur dögum mátti sjá hópa af tjöldum og stelkum baða sig í tjörninni í Herjólfsdal á meðan stök skúfönd var í ætisleit í sömu tjörn. Lundinn er ekki enn sestur upp en í gær sást t.d. hópur lunda á sundi út af Brimurð svo að hann ætti að fara að sjást í byggðunum fljótlega. Ekki má svo gleyma fýlnum, svartfuglinum og máfinum sem setja mikinn svip á eyjarnar yfir sumarmánuðina.