Náttúrustofa Suðurlands var með ljósagildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar sjötta árið í röð. Flestar Náttúrustofur landsins eru nú komnar með ljósagildrur og er söfnunin samstarfsverkefni með Náttúrufræðistofnun Íslands. Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima og Kristján Egilsson sáu um að losa gildruna þegar starfsmenn Náttúrustofunnar voru fjarverandi. Gildran var sett upp 5. maí og var hún losuð vikulega fram til 20. október.
Stráygla (Apamea remissa) veiddist í fyrsta sinn í Stórhöfða í sumar
Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun Íslands við greiningu fiðrildanna úr Stórhöfða til tegunda
Frekar rólegt var í byrjun sumars vegna slæmrar tíðar og komu fyrstu fiðrildin ekki í gildruna fyrr en í byrjun júlí. Þrátt fyrir þessa byrjun var þetta næst besta árið hjá okkur ef miðað er við fjölda eintaka en rétt er að geta þess að fá fiðrildi veiðast í Stórhöfða miðað við aðrar ljósagildrur á landinu. Þann 10. desember var farið með veiðina á Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ þar sem Erling Ólafsson greindi fiðrildin til tegunda. Hrossygla (Apamea exulis) 89 stk. og grasvefari (Eana osseana) 83 stk. voru algengustu fiðrildin í ár en í töflunni hér fyrir neðan má sjá veiðina í ár og heildarveiðina frá 2010.
Tegund | Fjöldi 2015 | Fjöldi 2010-15 |
Dumbygla |
0 |
5 |
Hrossygla | 89 | 198 |
Stráygla |
1 | 1 |
Gammaygla | 2 | 8 |
Bryotropha similis | 1 | 11 |
Grasygla | 3 | 121 |
Sandygla | 0 | 4 |
Flikruvefari | 1 | 4 |
Jarðygla | 31 | 132 |
Grasvefari | 83 | 347 |
Tígulvefari | 0 | 2 |
Brandygla | 3 | 120 |
Hringygla | 0 | 3 |
Gulygla | 5 | 18 |
Kálmölur | 0 | 3 |
Dílamölur | 0 | 6 |
Scrobipalpa samadensis | 6 | 53 |
Túnfeti | 2 | 8 |
Coleophora algidella | 0 | 1 |
Garðygla | 0 | 4 |
Gráygla | 1 | 9 |
Samtals fjöldi | 228 | 582 |