Fréttir 2005

Fálkaveiki

Sýktir fálkar sem hafa verið rannsakaðir hér á landi hafa verið með þráðorma (13 af 36 fálkum sem bárust til Náttúrufræðistofnunar Íslands á árunum 1966-1973 og B. Clausen og Finnur Guðmundsson rannsökuðu) en frumdýrið fannst ekki í þessum fuglum . Þráðormurinn Capillaria contorta lifir í slímhúð koks og vélinda í mörgum tegundum fugla. Einkenni sýkingar eru bólgur og oft má sjá þykkar gulgráar skánir við tungurætur og í munnvikum sýktra fugla. Algengast er að sýkingar séu vægar í villtum fuglum en við sýkingu á háu stigi hætta fuglarnir að geta étið og drepast (Heimild: Sigurður H. Richter, Eggert Gunnarsson og Ævar Petersen. Fálkaveikin. Náttúrufræðingurinn 52, 16-18, 1983 og heimildir sem þar er vitnað í).