Þann 13. ágúst 2008 fór forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands ásamt forstöðumanni og tveimur starfsmönnum Náttúrustofu Norðurlands vestra að skoða berghlaupið sem féll á Morsárjökul í fyrra. Berghlaupið var kortlagt í fyrra og voru mælingar endurteknar í ár auk þess sem nokkur sýni voru tekin úr berginu í hlaupinu. Fyrstu tvær myndirnar voru teknar á síðasta ári en hinar voru teknar í ár.
Esther Hlíðar Jensen og Ingvar Atli Sigurðsson á Morsárjökli í júlí 2007, berghlaupið í baksýn. Brotsárið er uppi hægra megin þar sem skýjahulan er fyrir.
Helgi Páll Jónsson, Armelle Decaulne, Esther og Þorsteinn Sæmundsson framan við berghlaupið á Morsárjökli í júlí í fyrra.
Helgi, Armelle og Ingvar framan við berghlaupið í ágúst 2008. Kanturinn hefur hækkað verulega á milli ára vegna bráðnunar jökulsins framan við hlaupið á meðan lítið bráðnar undir hlaupinu.
Helgi á milli stórra bjarga ofarlega í hlaupinu. Þarna er þykktin um 8 m en meðalþykkt hlaupsins er 4-5 m og heildarmagnið áætlað um 4.000.000 m3.