Farfuglarnir eru byrjaðir að tínast inn og í gær mátti sjá þrjár heiðlóur ofan við Klaufina. Tjaldur sást fyrst 3. mars, sílamáfur 8. mars og í gær og í dag hefur mátt sjá grágæsir og álftir fljúga yfir Heimaey.
Þrjár heiðlóur sáust á Heimaey í gær.
Auk farfuglanna hafa nokkrir æðarkóngar glatt Eyjamenn undanfarnar vikur. Hér hafa verið a.m.k. sex æðarkóngar, tveir kk á fyrsta vetri, tveir kk á öðrum vetri, kvk á fyrst vetri og fullorðinn kvenfugl. Sjá má tvo þessara fugla á myndunum hér fyrir neðan.
Æðarkóngur, kvenfugl á fyrsta vetri, í Höfðavík 26. mars.
Æðarkóngur, karlfugl á öðrum vetri, í Vestmannaeyjahöfn 5. mars.