Ekki er hægt að segja annað en að veðrið hafi verið óvenju milt undanfarið og eru ýmsir vorboðar farnir að gera vart við sig, sumir langt á undan áætlun. Fýllinn situr upp, og hefur raunar gert það í allan vetur, og ritan og svartfuglinn settust upp á nokkuð eðlilegum tíma eða 10. febrúar.
Þessi maríuerla var við vegkantinn sunnan við golfvöllinn á Heimaey síðdegis í dag. Er hún rúmum mánuði fyrr á ferðinni en eðlilegt má teljast fyrir þessa tegund. Meðalkomutími áranna 1998-2011 er 5. apríl (sjá hér).
Innfluttur gróður lætur blíðuna líka plata sig og eru hinar ýmsu tegundir farnar að bruma og laufgast eins og sjá má á myndunum hér á eftir. Búast má við að þessi tré fari illa þegar/ef frýs á næstu dögum.
Gljámispill.
Hansarós.
Hansarós.
Reynir.
Toppur, líklega blátoppur.
Yllir.