Fréttir 2013

Surtsey 50 ára

Í dag eru 50 ár frá því að menn tóku eftir því að eldgos var hafið tæplega 20 km suðvestur af Heimaey. Framhaldið þekkja flestir og hefur þessara merku tímamóta verið minnst með ýmsu móti. Í sumar var m.a. haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík  12.-15. ágúst , sjá útdrætti erinda hér, og klukkan fjögur  í dag bíður Vestmannaeyjabær upp á kaffi og kökur á Surtseyjarstofu. Einnig stóð til að starfsmenn náttúrustofu leiddu fræðslugöngu um Breiðabakka og Klauf í hádeginu í dag en af því varð ekki vegna slæms veðurs í Eyjum.  Áhugasömum er bent á umfjöllun um Surtsey í tilefni afmælisins á heimasíðum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Eyjafrétta. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Surtsey teknar á síðustu árum og verður bætt við myndum þegar líður á daginn.

 

 

Surtsey á góðum degi

 

Landtaka í Surtsey getur verið erfið og ekki vitlaust að hafa vana menn með í för

 

Þetta er hin leiðin, þ.e. að lenda á þyrlupallinum í Surtsey

 

Tanginn norður af Surtsey er stórgrýttur og því erfitt að taka þar land ef sjó hreyfir eitthvað að ráði

 

Innan við stórgrýtiskambinn hefur safnast nokkur reki innan um fjöruarfa og fleiri plöntur

 

Eitthvað er um að erlendir flækingsfuglar sjáist í Surtsey. Þetta er einn 12 krossnefja sem sáust í Surtsey í ágúst 2009

 

Eyjafjallajökull er tilkomumikill séður frá Surtsey

 

Laus gjóskan er enn að skolast ofan af móberginu og myndar hér aurkeilu

 

Hér má sjá eldri rofform í móberginu

 

Hrauntröð að hluta grafin í gosmöl

 

Hrauntröð rétt við Pálsbæ

 

Enn ein hrauntröðin. Sjá má jarðhitasprungur í móberginu í bakgrunni

 

Jarðhitasprunga í móberginu

 

Brot úr hraunbombu sem er að veðrast úr móberginu

 

Gróskumikill gróður í máfavarpinu syðst á Surtsey

 

Falleg hraunreipi sjást hér á hraunhellum sem standa upp úr gróðurþekjunni

 

Líffæðingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofu Suðurlands í máfavarpinu

 

Hugað að undirstöðum fyrir sjálfvirka veðurstöð í Surtsey

 

Uppsetning sjálfvirkrar veðurstöðvar

 

Kvöldverður í Pálsbæ

 

Horft til Eyja út um gluggann í Pálsbæ