Laugardaginn 24. apríl síðastliðinn var Surtseyjarfélagið með kynningarfund í Svölukoti um rannsóknir í Surtsey og verndun eyjarinnar.
Hallgrímur Jónasson, formaður Surtseyjarfélagsins, kynnti starfsemi félagsins.
Einnig komu Umhverfisstofnun (Surtseyjarstofa), Náttúrustofa Suðurlands og Vestmannaeyjabær að skipulagningu fundarins. Fundurinn var vel heppnaður en skipuleggjendur hefðu gjarnan viljað sjá betri mætingu. Talið er að um 20 gestir hafi komið á fundinn.
Elliði Vignisson bæjarstjóri setti fundinn, svo voru flutt níu erindi og loks voru nokkrar umræður í lok fundarins. Fram kom áhugi hjá Surtseyjarfélaginu til að efla tengslin við heimamenn og áhugi á að halda góðu samstarfi við Surtseyjarstofu og Náttúrustofu Suðurlands.
Hér fyrir neðan eru myndir frá fundinum ásamt dagskrá en þær breytingar urðu frá auglýstri dagskrá að Lovísa Ásbjörnsdóttir talaði um Jarðfræðirannsóknir í Surtsey í stað Páls Einarssonar og Ómar Garðarsson var fundarstjóri í forföllum Árna Johnsen.
Auglýst dagskrá fundarins sem m.a. birtist tvisvar í Fréttum.
Karl Gunnarsson, Hafrannsóknarstofnuninni fjallaði um landnám lífvera í fjörum og á botni við Surtsey.
Hluti fyrirlesara úti í sal ásamt gestum.
Nokkrir gesta ásamt Kristínu Jóhannsdóttur sem fjallaði um Surtsey og ferðaþjónustuna.