Fræðileg áhugasvið mín eru bæði fjölbreytt og mörg, en mér hugnast þverfaglegar nálganir í rannsóknum. Sérstaklega hef ég áhuga á atferlisfræðilegri og lífeðlisfræðilegri vistfræðinálgun í tengslum við þróun lífssögu. Sjófuglar og sérstaklega lífshættir þeirra hafa lengi heillað mig. Fer það vel saman við “öfgakenndar” lífssögur þeirra og vistfræði. Ég hef áhuga á hvernig afkvæmaframleiðsla sjófugla og annarra fugla er ákvörðuð af vist-, atferlis- og lífeðlisfræðilegum þáttum. Í þessu sambandi hef ég áhuga á orku- og tímabúskap foreldra og vaxtarþörfum unga. Ég hef skrifað um köfunar- og meltingarlífeðlisfræði fugla með það að markmiði að skýra tímanotkun foreldra. Ég hef áhuga á fæðuöflunarháttum foreldra og tengslum við nýliðun, og notkun fjarmælinga (e: telemetry) í þeim tilgangi. Ég hef áhuga á lýðfræðilegri  svörun sjófuglastofna við breytileika í fæðustofnum og umhverfi. Hugmynd mín er að lýsa ungaframleiðslugetu og árangri foreldra auk takmarkanna sem þeir búa við með einföldu kerfi þar sem fæðuöflunaratferli er tengt orkuneyslu og tímanotkun sem lýsir hegðun foreldra í samhengi við vistfræðilegar aðstæður. Þetta er gert til að skilja betur þróun lífshátta þeirra með stærri yfirsýn en almennt hefur tíðkast. Einnig hef ég áhuga á þróun byggðabúsetu (e. colonialism) í tengslum við dreifingu og magn fæðu.

Menntun:

Heilbrigðisfulltrúaréttindi. Desember 2005.

Kennsluréttindi á Framhaldsskólastigi. Janúar 2004. Náttúrufræðigreinar.
Doktorsgráða í Líffræði (Ph.D.). Desember 2003. University of Missouri, St.-Louis. Umsjónarmaður Robert E. Ricklefs Curators Professor.
Meistaragráða í Líffræði (M.S.). Janúar 1998. University of Missouri, St.-Louis.
Fjórða árs nám í Líffræði (B.S.hon.), júlí 1995. Háskóli Íslands, Reykjavik. Umsjónarmaður: Arnþór Garðarsson Prófessor.
Bachelor of Science í Líffræði. Október 1993. Háskóli Íslands, Reykjavik.
Stúdent af Náttúrufræðibraut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Reykjavík.

Starfsferill:

Náttúrustofa Suðurlands 2. apríl 2018. Forstöðumaður.

Náttúrustofa Suðurlands 11. júní 2007. Sviðsstjóri vistfræðirannsókna.

Mengunarvarnadeild Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar 1. júní 2005-11.júní 2007. Heilbrigðisfulltrúi.
Menntaskólinn í Kópavogi 2003-2005. Líffræðikennari.
Líffræðideild ríkisháskólans í Missouri, St.-Louis 1995-2000. Aðstoðarkennari (T.A.) í almennri líffræði.
Líffræðideild ríkisháskólans í Missouri, St.-Louis 1997. Rannsóknamaður (R.A.) við ónæmisrannsóknir á fuglum. (Umsjónarmaður Robert E. Ricklefs, Prófessor).
Hafrannsóknastofnun Íslands 1995. Verkefnisstjóri við rannsókn á orkuneyslu langvíu og stuttnefju með tvímerktu vatni.
Líffræðistofnun Háskóla Íslands 1983-1993. Rannsóknarmaður. Flatarmálsmælingar: lundabyggða af loftmyndum (Umsjónarmaður Arnþór Garðarsson Prófessor); og gróðurþekju í Þjórsárverum með tölvuforritinu Microstation 1993. Flatarmál gróðurþekju var birt í: Þóru E. Þórhallsdóttur (1994). Áhrif miðlunarlóns á gróður og jarðveg í Þjórsárverum. Líffræðistofnun Háskólans, Reykjavík. Greining vatnaskordýra við Mývatn og Laxá 1987 og 1988 (Umsjónarmaður Gísli M. Gíslason Prófessor). Stofntalning Íslenska álftastofnsins á suðausturlandi 1983-1984, talningar á bjargfuglum á Snæfellnesi og andfuglum á Mývatni og Laxá 1983 (Umsjónarmaður Arnþór Garðarsson Prófessor).
Náttúrufræðistofnun Íslands 1986-1995. Rannsóknarmaður. Stofnmæling rjúpunnar 1995 (Umsjónarmaður Dr. Ólafur K. Nielsen). Könnun á varpútbreiðslu fálkans 1986 og 1987 (Umsjónarmaður Dr. Ævar Petersen).
Reykjavíkurborg 1985 og 1986. Umsjónarmaður fuglalífs Reykjavíkurtjarnar.
Önnur störf 1979-1990. Ég vann við blaðaútburð sem barn á Akranesi í tvö ár, við fiskvinnslu sem unglingur í nokkur sumur og í vetrarfríum í Garði, Keflavík, og í Ytri-Njarðvík. Seinna vann ég sumarstörf í Landsbankanum, í heildsölu, við garðyrkju, í Þvottahúsi Ríkisspítalana, við vélaviðgerðir, og í eitt ár á Geðdeild Landspítalans við Flókagötu 1988.

Ritaskrá:

Prófritgerðir:

Erpur S. Hansen (2003). Ecophysiological constraints on energy provisioning rate by seabird parents. 234 bls. Doktorsritgerð í líffræði við ríkisháskólann í Missouri, St.-Louis.

Greinar og skýrslur:

Erpur S. Hansen (2009). Staða veiðistofns lunda í Vestmannaeyjum. Veiðidagbók Umhverfisstofnunar 2009. 14: 8-12. Umhverfisstofnun UST-2008:01.
Erpur S. Hansen & Arnþór Garðarsson 2012. Staða lundastofnsins við Ísland 2011. Veiðidagbók Umhverfisstofnunar 2012. 17: 16-18.
Erpur S. Hansen og Broddi R. Hansen (1997). Mælingar á orkuneyslu stuttnefju (Uria lomvia) og langvíu (U. aalge) í Látrabjargi með tvímerktu vatni. Fjölrit Hafrannsóknastofnunarinnar 57: 261-271.

Erpur S Hansen og Robert E. Rickefs (2004). Foraging by deep diving birds is not constrained by an aerobic diving limit: A model of depth-dependent diving metabolic rate. American Naturalist 163(3): 158-174.

Fair, Jeanne M., Erpur S. Hansen og Robert E. Ricklefs (1999). Growth, developmental stability, and immune response in juvenile Japanese quails (Coturnix coturnix japonica). Proceedings of the Royal Society of London, Series B Biological Sciences 266: 1735-1742.
Ólafur K. Nielsen, Erpur S. Hansen og Jóhann Ó. Hilmarsson (1991). Rykmý (Chironomidae) við Tjörnina í Reykjavík. Lokaskýrsla. Reykjavík, Reykjavíkurborg, 37 bls.

Opinber erindi:

Erpur Snær Hansen, Valur Bogason, Kristján Egilsson, Arnþór Garðarsson, Páll Marvin Jónsson, Kristján Lilliendahl, Ævar Petersen, Ingvar Atli Sigurðsson og Óskar Jakob Sigurðsson 2008. The effects of sandeel availability, puffin harvest and climate change on the Vestmannaeyjar Atlantic puffin population. Veggspjald. Raunvísindaþing 14-15 mars. Dagskrá og ágrip erinda. V90, bls 172.

Freydís Vigfúsdóttir, Erpur Snær Hansen, Yann Kolbeinsson og Jónas Páll Jónasson 2008. Large-scale oceanic forces c9ontrolling a top predator in marine ecosystem? Veggspjald. Raunvísindaþing 14-15 mars. Dagskrá og ágrip erinda. V91, bls 173.
2007a. Meðhöfundur Arnþór Garðarsson Prófessor. Stofnstærð lunda í Vestmannaeyjum. Erindi flutt á ,,Ráðstefnu um lundastofninn í Vestmannaeyjum” haldinni af Rannsókna og Fræðasetri Vestmannaeyja, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Suðurlands.
2007b. Sjófuglarannsóknir í Vestmannaeyjum. Erindi flutt á Þingi Náttúrustofa í Bolungarvík.
2007c. Sjófuglarannsóknir í Vestmannaeyjum. Erindi flutt á Safnanótt í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja..
2007d. Lágmarks fæðugjafatíðni íslenskra sjófugla – hungurmörk foreldraumhyggju. Fjarfundarfyrirlestur í Fræðsluerindaröð Samtaka Náttúrustofa.
2006. Meðhöfundur Broddi R. Hansen. Partitioning field metabolic rate (FMR) into multiple activity specific metabolic rates using mixture model multiple regression. Veggspjald á 24. International Ornithological Congress í Hamborg, Þýskalandi.
2004. Meðhöfundur Broddi R. Hansen. Ákvörðun á afkvæmafjölda fugla. Atferlis-, lífeðlis- og vistfræðilegar takmarkanir á ungaframleiðslugetu álkuforeldra. Erindi flutt á afmælis-ráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar Háskólans. .
2003. Tilvistarkreppa sjófuglaforeldra: tíma- og orkubúskapur ungauppeldis. Hólaskóli í Hjaltadal.
2000a. Depth and time specific aerobic diving limit (ADL): diving metabolic rate as a function of buoyancy. Erindi flutt á 27. ráðstefnu Pacific Seabird Group, í Napa, Kalíforníu.
2000b. Diving metabolic rate is depth dependent: surpassing the aerobic diving limit (ADL) is exceptional and rare. Veggspjald á sameiginlegri ráðstefnu Bresku, Amerísku, og Kanadísku fuglafræðifélagana, St.-Johns, Nýfundnalandi.
1998. Meðhöfundar: Jeanne M. Fair, Seth B. Isenberg, Broddi R. Hansen og Robert E. Ricklefs. An inverse relationship between embryonic development and immunocompetence,a connection to longevity in birds. IV North American Ornithological Conference, St.Louis Missouri.
1997. Functional morphology and habitat selection in Atlantic Puffins. Erindi flutt að ósk Vistfræði og Þróunarfræðideildar Brown Háskóla, Providence, Rhode Island.
1996. Mælingar á orkuneyslu stuttnefju (Uria lomvia) og langvíu (U. aalge) í Látrabjargi með tvímerktu vatni. Erindi á fjölstofnaráðstefnu Hafrannsóknastofnunnar. Broddi R. Hansen flutti erindið í minni fjarveru og var einnig meðhöfundur.
1992. Fræðilegar vangaveltur um búsvæðaval lunda. Erindi á ráðstefnu um fugla sem haldin var á vegum Líffræðifélags Íslands, Reykjavík.
1991. Svipað erindi og 1990, haldið í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja.
1990. Varpútbreiðsla, lífssaga, niðurstöður merkinga og staða sjósvölu (Oceanodroma lecorhoa), stormsvölu (Hydrobates pelagicus), og skrofu (Puffinus puffinus) við Ísland. Ásamt Jóhanni Ó. Hilmarssyni ljósmyndara. Fuglaverndarfélag Íslands, Reykjavík.