Helstu hlutverk Náttúrustofa eru talin upp í reglugerð um Náttúrufræðistofnun og Náttúrustofur (643/1995). Hér á eftir eru talin upp helstu verkefni Náttúrustofu Suðurlands þessa stundina. Að öðru leyti er vísað í fyrrnefnda reglugerð, fréttir hér á síðunni og í Árskýrslur Náttúrustofu Suðurlands um eldri verkefni.
Áhrif framboðs marsílis, lundaveiða og veðurfarsbreytinga á stofnstærð lunda í Vestmannaeyjum.
Jarðfræðikort af Vestmannaeyjum. Í samvinnu við Svein P. Jakobsson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
Berg- og jarðefnafræði Vestmannaeyjakefisins. Í samstarfi með Sveini P. Jakobssyni hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Rannsóknir á borsvarfi úr borholu Hitaveitu Suðurnesja. Tveir nemendur við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands hafa nú skilað til Náttúrustofu Suðurlands BS-ritgerðum sínum um rannsóknir á borsvarfi úr hluta borholu Hitaveitu Suðurnesja. Þetta eru þau Sigurveig Árnadóttir, en ritgerð hennar ber titilinn: Efnagreiningar á borsvarfi úr neðri hluta holu HH-08 á Heimaey, og Steinþór Níelsson en ritgerð hans heitir: Efnagreiningar á bergi úr efri hluta borholu HH-08, Vestmanneyjum. Umsjónarkennari þeirra beggja var Sigurður Steinþórsson prófessor. Náttúrustofa Suðurlands hefur ásamt Sveini P. Jakobssyni (Náttúrufræðistofnun Íslands), Hjalta Franzsyni (ÍSOR) og Jóni Eiríkssyni (Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands) sótt um styrk til Rannís til áframhaldandi rannsókna á borsvarfinu.
Glerinnlyksur í kristöllum. Í samvinnu við Sigurð Steinþórsson, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Karl Grönvold, Norrænu Eldfjallastöðinni og fleiri.
Farhættir skrofu. Í samstarfi við Yann Kolbeinsson og Jacob Gonzalez-Solis hjá Barcelóna Háskóla.