Fréttir 2005

Laust starf

Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða náttúrufræðing í fullt starft. Hugsanlegt er að vinnan geti að einhverju leyti nýst til framhaldsnáms. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi milli Náttúrustofu Suðurlands og Félags íslenskra náttúrufræðinga. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Hlutverk Náttúrustofu Suðurlands er m.a. að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar rannsóknir á Suðurlandi. Einnig að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd, veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og annast almennt eftirlit með náttúru landsins.

 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal senda Náttúrustofu Suðurlands, Strandvegi 50, 900 Vestmannaeyjum, fyrir 7. mars 2005.

Nánari upplýsingar veitir Ingvar A. Sigurðsson í síma 481 2683 og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á nattsud@nattsud.is.