Algengustu tegundirnar árið 2012 voru grasvefari, grasygla, brandygla, Scrobipalpa samadensis, hrossygla og jarðygla. Aðrar tegundir voru dumbygla, sandygla, flikruvefari, hringygla, gulygla, dílamölur, túnfeti, garðygla og gráygla. Garðygla og gráygla höfðu ekki komið í Stórhöfðagildruna áður en nú vantaði fjórar tegundir sem annaðhvort veiddust 2010 (gammaygla, Bryotropha similis og kálmölur) eða 2011 (tígulvefari). Upplýsingar um flestar tegundirnar er að finna á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sjá hér.
Fiðrildaveiðar 2012
19
Nov