Fálkinn sem fannst dauður í gær var fjarri sinni heimaslóð þar sem hann var merktur sem ungi (karlfugl) í hreiðri á Melrakkasléttu 21. júní á síðasta ári. Að sögn Ólafs Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er þetta með lengri ferðalögum fálka hér á landi, um 370 km á milli merkingar- og endurheimtustaðar. Ef einhverjar fréttir fást af dánarorsök eftir krufningu fuglsins verða þær birtar hér á síðunni.