Fréttir 2009

Dökkir fýlar

Fýllinn heldur til við Vestmannaeyjar svo til allt árið, það er helst í stífum norðanáttum að vetri sem hann hverfur í einhverja daga. Á vorin og haustin má að auki sjá hér dekkri afbrigði (blue morph) sem eiga sín aðalheimkenni norðar, t.d. við Svalbarða.

Nokkuð er um þessa gráu fýla við Heimaey þessa dagana og í morgun mátti sjá tvo verlulega dökka fýla innan um þá ljósu og gráu. Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir af öðrum þessara fugla.

 

Mjög dökkur fýll ásamt venjulegum íslenskum fýl.

 

 

Dökki fýllinn ásamt gráum fýl og ritu.