Aðalfæða krossnefs er fræ greniköngla og hentar víxlaður goggurinn vel til að ná fræjunum. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar 8. apríl í grenilundi við Gjábakkastíg rétt við Vatnsvik í Þingvallavatni. Á fyrri myndinni má sjá karlfuglinn fóðra stálpaðan unga en hin sýnir kvenfuglinn.
Krossnefur (kk) að mata unga.
Krossnefur (kvk).