Fréttir 2009

Farhættir skrofa

Náttúrustofa Suðurlands hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsóknum á farháttum skrofa (Puffinus puffinus). Settir eru gagnaritar (geolocator) á skrofurnar og þeir endurheimtir ári síðar. Í fyrra voru gagnaritar settir á sjö skrofur og hafa 5 þeirra þegar náðst aftur. Er þetta í fyrsta skipt sem endurheimturnar fara yfir 50%. Gagnaritarnir skrá tíma og birtu og því er hægt að staðsetja fuglana á fartíma og á vetrarstöðvum. Allt í allt hafa meira en 20 gagnaritar endurheimst og því er komin nokkuð góð mynd á það hvar íslensku skrofurnar halda sig utan varptíma. Ein grein bíður birtingar og verður settur tengill á hana hér á síðunni um leið og hún hefur verið birt.

Villikettir hafa sést í varpinu undanfarin sumur og hafa nokkrir merktir fuglar orðið köttum að bráð. Líklegt er að þetta hafi talsverð áhrif á stofninni og í sumar er fyrirhugað að endurtelja um 20 ára gömul snið til að fá hugmynd um stofnsærð skrofu í Vestmannaeyjum. Sjá má eldri fréttir af skrofurannsóknum í Vestmannaeyjum með því að setja leitarorðið skrofa inn í leitarstrenginn hér á síðunni.

 

 

Yann Kolbeinsson við skrofurannsóknir í Ystakletti.

 

 

Ingvar A. Sigurðsson með skrofu í Ystakletti.

 

 

Skrofuungi í Ystakletti sumarið 2006. Foreldrar þessarar skrofu eru meðal þeirra fugla sem fylgst er með í rannsókninni.