Fréttir 2011

Sæsvölumerkingaleiðangur Náttúrustofu Suðurlands

Nokkuð stíf austanátt var þegar haldið var út í Elliðaey og all nokkur sjór á sundinu, hins vegar var ágæt lending á Pálsnefi og gekk vel að koma mannskapnum í land. Austanvindur og smá úrkoma voru til vandræða fyrri nóttina en þrjú 12 metra net voru sett upp í skjóli við Skápa. Veiði var hins vegar lítil og var veiðum hætt um kl. 1:30 . Vindur var síðan vestanstæður seinni nóttina og þá voru sett upp fjögur 12 metra net, tvö við Skápa og tvö austan í Bunka. Skápanetin voru fljótlega færð að hinum netunum í Bunka og veitt til klukkan rúmlega fjögur um nóttina. Alls veiddust 394 svölur, flestar seinni nóttina. 167 sjósvölur voru merktar og 212 stormsvölur.  Þrjár merktar sjósvölur endurheimtust og 11 stormsvölur, auk einnar sem merkt var nóttina áður. Hér á eftir fara upplýsingar um endurheimtu fuglana; ekki eru komnar upplýsingar um alla fuglana.

 

9A20501: Merkt í Skápum 6.6.2006, endurheimt á sama stað 17.8.2007.

964521: Líklega frá 1998, endurheimt á sama stað 18.-19.8.2006.

9A20039: Líklega frá 19.-20.7.2003.

9A20412: Merkt í Skápum 11.8.2005.

9A21556: Merkt í Skápum 19.8.2006.

9A21721: Merkt suðaustan við Hábarð 17.8.2007 og endurheimt þar daginn eftir.

9A21951: Merkt við Kirkjuhausa 17.8.2007, endurheimt í Skápum 20.8.2010.

 

Sjósvala;

9101140: Merkt í Skápum 18.08.2006, endurheimt þar 17.08.2007.

9101292: Merkt í Skápum 18.8.2006.

 

Farið var úr Elliðaey austanmegin og komið í land á Heimaey um klukkan eitt á sunnudeginum. Náttúrustofa Suðurlands vill þakka Marinó Sigursteinssyni og veiðifélagi Elliðaeyjar kærlega fyrir aðstöðuna og  Marinó og sjálfboðaliðunum fyrir ómetanlega aðstoð við merkingarnar.