Mikið af fýl við Eyjar.

28.02.2011
Óvenju mikið er um fýl við Heimaey þessa dagana og má oft sjá tugþúsundir fugla utan við Eiðið. Þar eru þeir í loðnuúrgangi sem kemur nú í talsverðu magni úr ræsinu vestast á Eiðinu.
 
Mjög dökkur fýll. 
 
Innan um má sjá talsvert af gráum (e: "Blue Fulmar) eða bláum fýlum en þeir eru mjög misdökkir. Fuglar jafn dökkir og þessi á meðfylgjandi myndum eru frekar sjaldgæfir en þó var sagt frá einum slíkum hér á síðunni 2. apríl 2009. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru á síðustu dögum.
 
Dökki fýllinn er mjög áberandi innan um okkar fýla.
 
Tveir ljósgráir fýlar ásamt tveimur bjartmáfum (á flugi) og fýlum.
 
Hér má sjá hluta af fýlagerinu norðan við Eiðið.
 
Hér sést hvernig fýlarnir fylgja strauminum frá ræsinu. Þessi mynd var tekin þegar vindur bles úr austri.