Vetrarfuglatalnig Náttúrufræðistofnunar Íslands

20.01.2011
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram sunnudaginn 9. janúar síðastliðinn. Að venju var talið á nokkrum svæðum á Heimaey og að þessu sinni var bætt við nýju svæði fyrir norðan Dalfjall og Klif, þ.e. frá Stafnsnesi að Stóra Erni. Náttúrufræðistofnun Íslands birtir niðurstöður talninganna á heimasíðu sinni og má þar skoða niðurstöðurnar aftur til ársins 2002. Nýjustu tölurnar frá Vestmannaeyjum má sjá hér, og upplýsingar um svæðin eru hér.
 
 
 
Sefgoði (Podiceps grisegene) ásamt toppönd í Höfðavík.
Líkt og oftast áður sást mest af æðarfugli en þar á eftir voru silfurmáfar og snjótittlingar. Fýllinn er líklega fugla algengastur við Vestmannaeyjar á veturna en hann lætur sig hverfa við langvinnar norðanáttir og svo hefur hist á undanfarin ár að fáir eða engir fýlar hafa verið á svæðinu á talningadaginn. Síðustu daga hefur hins vegar mátt sjá þúsundir fýla norðan við Eiðið og einnig situr hann uppi. Lítið sást af sjaldgæfum tegundum, þó var einn hettusöngvari í bænum og sefgoði hefur verið í Höfðavík frá 15. desember. Upplýsingar um sögu vetrarfuglatalninganna eru heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.