Ársskýrslur Náttúrustofu Suðurlands.

Árið 2002 kom út Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands 1997-2001. Í skýrslunni er farið í gegnum starf Náttúrustofunnar frá stofnun og fram til ársins 2002. Á þessum árum var Dr. Ármann Höskuldsson forstöðumaður en hann lét af störfum í maí 2002. Hægt er að nálgast eintak af skýrslunni á skrifstofu Náttúrustofu Suðurlands eða sem pdf skrá hér fyrir neðan. Þeir sem ekki hafa tök á að nálgast skýrsluna geta sent tölvupóst og beðið um að fá eintak sent með pósti. Aðrar ársskýrslur má lesa hér fyrir neðan.