Fundargerð 31. maí 2010

 
Náttúrustofa Suðurlands – Stjórnarfundur haldinn 31. maí 2010 kl. 16:00.
 
Mætt voru: Ólafur Lárusson, Rut Haraldsdóttir og Ingvar A. Sigurðsson, forstöðumaður.
 
 
1. mál: Reikningar Náttúrustofu Suðurlands lagðir fram. Stjórn stofunnar hefur undirritað reikningana.
 
2. mál: Ársskýrsla Náttúrustofu Suðurlands fyrir árin 2008 og 2009. Ingvar kynnti skýrsluna. Jafnframt kom fram að einnig kemur út sameiginleg ársskýrsla Samtaka náttúrustofa fyrir árið 2009.
 
3. mál: Kynntir styrkir sem fengist hafa á árinu. Þar á meðal styrkir úr Veiðikortasjóði til kaupa á holumyndavél, loftmyndatöku af fuglabjörgum og yfirferðar um nokkur lundavörp á landinu. 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.
 
 
Ólafur Lárusson
 
Rut Haraldsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson