Fundargerð 31. janúar 2007

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands 31. janúar 2007 kl. 16:30.
 
Mættir eru: Ingvar Atli Sigurðsson, Ólafur Lárusson, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Steinunn Jónatansdóttir og Kristján Egilsson.
 
 
 
Dagskrá fundar:
 
1. Starfsmannamál
 
2. Kaupsamningur / afsal hússins
 
3. Breytingar á bókhaldsumsjón
 
4. Önnur mál
 
 
 
Ingvari er falið að auglýsa stöðu líffræðings við Náttúrustofu Suðurlands aftur og jafnframt ræða við þá umsækjendur sem þegar hafa haft samband.
Gerð grein fyrir afsali og eignarhluta Náttúrustofu Suðurlands að Strandvegi 50. Ingvari og formanni er falið að ganga frá málinu.
Ingvar gerir grein fyrir breytingum er varða bókhaldsumsjón. Vestmannaeyjabær hefur annast þetta síðustu misseri en nú mun þetta færast á Náttúrustofu aftur. Ingvar mun greina frá því á næsta fundi hvaða leiðir verða valdar til að annast bókhaldið.
Rætt um samningamál. Rætt um fyrirlestraröð sem Náttúrustofur landsins hafa sett upp.
 
 
Fleira var ekki rætt, fundi slitið kl. 17:10
 
 
 
Steinunn Jónatansdóttir
 
Sigurhanna Friðþórsdóttir
 
Kristján Egilsson
 
Ólafur Lárusson
 
Ingvar A. Sigurðsson