Fundargerð 30. nóvember 2006

 
 
 
Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands fimmtudaginn 30. nóvember 2006 kl. 16:15.
 
Mætt eru: Ingvar A. Sigurðsson, Ólafur Lárusson, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Örn Hilmisson varam. Steinunnar Jónatansdóttur.
 
Dagskrá fundar.
 
1. Fjárhagsáætlun 2007
 
2. Starfsmenn 2007
 
3. Bréf frá bæjarstjórn v/ástands lundastofnsins
 
4. Starfsreglur - samþykktir fyrri stjórnar
 
5. Önnur mál
 
1. Ingvar lagði fram drög að rekstraráætlun fyrir árið 2007. Stjórnin samþykkti.
 
2. Ingvar lagði fram drög að auglýsingu þar sem óskað er eftir líffræðingi í fullt starf v/rannsókna á ástandi lundastofnsins í Eyjum.Stjórnin felur Ingvari að auglýsa eftir umræddum starfsmanni.
 
3. Lagt fram bréf frá bæjarstjórn þar sem því er beint til stjórnar NS og stjórnar Rannsókna- og fræðaseturs Vm að boða til fundar um ástand lundastofnsins í Vm og kanna forsendur til stofnunar vísindaráðs til ráðleggingar og eftirlits með lundastofninum og öðrum bjargfuglum.
 
4. Starfsreglur samþykktar af fyrri stjórn lagðar fram.
 
5. Önnur mál. Næsti fundur áætlaður um miðjan janúar 2007.
 
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 17:30
 
Sigurhanna Friðþórsdóttir
 
Ólafur Lárusson
 
Örn Hilmisson
 
Ingvar A. Sigurðsson