Fundargerð 30. október 2004

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn laugardaginn 30. október 2004, kl. 11.00.
Mætt: Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, auk Ingvars A. Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.
 
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsstaðan.
 
2. Verkefni framundan.
 
3. Samningur LN og FÍN.
 
4. Umsókn Samtaka náttúrustofa til fjárlaganefndar.
 
5. Önnur mál.
 
1. mál.
Ingvar lagði fram yfirlit yfir ársreikninga fyrir árið 2003 og einnig yfir fjárhagsfærslur fyrir árið 2004. Undir þessum lið greindi Ingvar frá verkefnum og tækjakaupum sem framundan eru. Eygló mun ræða við fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar um uppsetningu ársreikninga.
 
2. mál.
Ingvar greindi frá þeim verkefnum sem verið er að vinna þ.á.m. berg- og jarðefnafræði Vestmannaeyja.
 
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands óskar eftir því að forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands skrifi greinar um verkefni Náttúrustofunnar.
 
3. mál.
Rætt var um samningsstöðu milli launanefndar og FÍN.
 
4. mál.
Ingvar greindi frá starfsemi Samtaka náttúrustofa, en Ingvar er formaður samtakanna. Ársfundur samtakanna verður 22.11. 2004, kl. 13.00. Samtökin sóttu um styrk til fjárlaganefndar til að ráða hagfræðing til að taka út starfsemi náttúrustofanna.
 
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands tekur jákvætt í hugmyndina um að greiða árgjald til Samtaka náttúrustofa.
 
5. mál.
Rætt var um ýmis mál s.s. fundargerðir o.fl.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12.00.
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
Eygló Harðardóttir
Ingvar A. Sigurðsson
Margrét Lilja Magnúsdóttir