Fundargerð 28. desember 1999

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn í Austurstræti 14,
Reykjavík, kl. 13.00 þriðjudaginn 28. desember 1999.
Mættir:
Ármann Höskuldsson
Árni Johnsen
Ísólfur Gylfi Pálmason sem skráði fundargerð
Sveinn Runólfsson formaður sem setti fundinn og stjórnaði honum.
 
Dagskrá:
 
1. Launamál forstöðumanns.
Um nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður við forstöðumann vegna óánægju hans með launamál m.v. forstöðumenn annarra sambærilegra stofnana, t.d. á Austurlandi. Ákveðið var að ná fundi með forráðamönnum umhverfisráðuneytisins á morgun eða hinn til þess að leysa þetta mál.
 
2. Ársskýrsla 1998 og 1999.
Ársskýrslan lögð fram, en hún verður formlega kynnt á ársfundi.
 
3. Fundargerð stjórnar SASS frá 1. desember 1999 kynnt.
Þar kemur fram að SASS er ekki tilbúið að mæla með þátttöku aðildarsveitarfélaga í rekstri Náttúrustofu Suðurlands.
 
4. Annað.
Ákveðið var að halda annan stjórnarfund á morgun eða hinn.
 
Fleira var ekki rætt og fundi slitið.