Fundargerð 26. september 2006

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn miðvikudaginn 26. september 2006, kl. 16.15.
Mætt eru: Ólafur Lárusson, Ingvar A. Sigurðsson, Örn Hilmisson (varamaður) og Sigurhanna Friðþórsdóttir
 
Dagskrá fundar:
 
Eignaskrá NS.
Fjárhagsstaðan.
Launamál NS.
Greiðsla reikninga.
Ársfundur SNS og Náttúrustofuþing.
Önnur mál.
Ingvar lagði fram eignaskrá NS. Engar athugasemdir voru gerðar við hana. Fram kom í framhaldinu að ganga þurfi frá fasteignasamningi.
Fjárhagsstaða NS er mjög góð. Samþykkt að auglýsa eftir starfsmanni í rannsóknir á afkomu lunda við Vestmannaeyjar. Ingvari falið að auglýsa og sækja jafnframt um styrk til fjárlaganefndar til áframhaldandi rannsókna.
Formaður hefur verið í sambandi við fulltrúa FÍN og bíður eftir að fá sent afrit af samningum við forstöðumenn annars staðar á landinu. Enn er stirt á milli FÍN og launanefndar sveitarfélaga og engar viðræður í gangi. Ólafur mun funda með bæjarstjóra um leið og upplýsingar liggja fyrir.
Samþykkt að Ingvar ræði við Pál Einarsson um fyrirtækjakort til greiðslu reikninga NS.
Ársfundur SNS föstud. 29. sept og Náttúrustofuþings laugardaginn 30. sept. Ingvar og Yann Kolbeinsson fara frá NS en enginn fulltrúi úr stjórninni á heimangengt. Beðið er fyrir kveðjur.
Önnur mál. Ástand lundastofnsins rætt og lýst yfir áhyggjum af minnkandi stofnstærð eða a.m.k. afkomu lundans. NS er með öll spjót úti varðandi umsóknir um styrki í slíkar rannsóknir. Í ár var ákveðið að einblína á þetta verkefni í stað þess að sækja um fleiri verkefni.
Fleira var ekki rætt, fundi slitið kl. 17:10
 
Sigurhanna Friðþórsdóttir
 
Örn Hilmisson
 
Ólafur Lárusson
 
Ingvar A. Sigurðsson