Fundargerð 27. desember 2004

 
 
 
Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn mánudaginn 27. desember 2004, kl. 11.
Mætt: Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, auk Ingvars A. Sigurðssonar, forstöðumanns.
 
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun.
 
2. Starfsmannamál.
 
3. Önnur mál.
 
1. mál.
 
Lögð voru fram drög að rekstraráætlun 2005. Auk fastaframlags ríkisins þá mun koma framlag frá ríkinu í sérverkefni 2005 að upphæð kr. 5.000.000. Áætlaðar tekjur ársins eru 17.470.000 og áætluð gjöld 17.455.069 og þ.a.l. rekstrarafgangur að upphæð kr. 14.931. Samkvæmt áætluninni er ákveðið að ráða auk forstöðumanns einn fastan starfsmann og síðan sumarstarfsmenn.
 
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar mun Náttúrustofa Suðurlands verða sér málaflokkur hjá bænum, málaflokkur 61.
 
2. mál.
 
Ákveðið að auglýsa eftir föstum starfsmanni við Náttúrustofu Suðurlands. Auglýst mun verða í janúar nk.
 
3. mál.
 
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands vill ítreka að Vestmannaeyjabær leggi fram endurskoðaða ársreikninga Náttúrustofu Suðurlands fyrir árið 2003.
 
4. mál.
 
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands samþykkir að forstöðumaður fái ADSL-tengingu í tölvuna heima hjá sér.
 
5. mál.
 
Rætt var um tækjaeign Náttúrustofu Suðurlands.
 
Fleira ekki gjört. Fundi slitið kl. 12.00.
 
 
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
 
Margrét Lilja Magnúsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson
 
Eygló Harðardóttir