Fundargerð 21. september 2010

 
 
 
Náttúrustofa Suðurlands – Stjórnarfundur haldinn 21. september 2010 kl. 16:00.
 
Mætt voru: Ingvar A. Sigurðsson, Halla Svavarsdóttir, Kristján Egilsson, Jóhanna Njálsdóttir, Anton Eggertsson og Rut Haraldsdóttir. Sigurhanna Friðþórsdóttir boðaði forföll.
 
 
Fundurinn hófst með stuttri kynningu á starfsemi NS.
 
1. mál: Stjórnin skipti með sé verkum. Formaður Rut Haraldsdóttir, varaformaður Halla Svavarsdóttir, ritari Jóhanna Njálsdóttir.
 
2. mál: Húsnæðismál NS. Ingvar Atli gerði grein fyrir fyrirhuguðum flutningi á starfseminni að Ægisgötu 2, en fyrirhugað er að gera það husnæði upp og NS leigi hluta húsnæðisins af Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
 
3. mál: Ársþing Samtaka Náttúrustofa sem haldið verður í Eyjum 12-13. okt. Ingvar Atli gerði grein fyrir fyrirhugðu ársþingi og dagskrá því tengdu.
 
4. mál. Yfirlit yfir fjárhagsstöðu stofunnar. NS reikin skv. fjárhagsáætlun og gengur það vel eftir það sem af er ári.
 
5. mál. Önnur mál.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
 
 
Rut Haraldsdóttir
 
Halla Svavarsdóttir
 
Jóhanna Njálsdóttir
 
Kristján Egilsson
 
Anton Örn Eggertsson
 
Ingvar A. Sigurðsson