Fundargerð 19. júlí 2006

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands miðvikudaginn 19. júlí 2006, kl. 12.00.
 
Mætt voru: Ingvar Atli Sigurðsson, Kristján Egilsson, Örn Hilmisson, Ólafur Lárusson og
 
Sigurhanna Friðþórsdóttir.
 
Dagskrá fundar:
 
1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
 
2. Ársskýrsla 2005.
 
3. Helstu verkefni.
 
4. Ársreikningar og fjárhagsstaða.
 
5. Staðan í samningamálum.
 
6. Önnur mál.
 
1. mál.
Samþykkt að Ólafur Lárusson verði formaður stjórnar, Sigurhanna Friðþórsdóttir varaformaður. Vegna fjarveru Margrétar Lilju var ekki skipað í embætti ritara.
 
2. mál.
Ársskýrsla ársins 2005 lögð fram og rædd.
 
Fjallað um núverandi verkefni s.s. borholuverkefni, lundaverkefni, þórshanaverkefni, skrofuverkefni o.fl.
 
Kynning á hugmyndum að framtíðarverkefnum.
 
Skýrslan var samþykkt og verður send í umhverfisráðuneytið ásamt ársreikningum.
 
3. mál.
Sjá lið 2 að ofan.
 
4. mál.
Ársreikningar lagðir fram til kynningar.
 
5. mál.
Samningamál vegna ráðningarsamnings Ingvars Atla Sigurðssonar. Samþykkt að Ólafur, formaður stjórnar Náttúrustofu Suðurlands, kanni málið og reki á eftir gerð stofnanasamnings milli Ingvars og Vestmannaeyjabæjar.
 
6. mál.
Önnur mál.
 
Næsti fundur áætlaður um miðjan september.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.10.
 
Sigurhanna Friðþórsdóttir
Örn Hilmisson
Ólafur Lárusson
Ingvar A. Sigurðsson
Kristján Egilsson