Fundargerð 17. desember 2002

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands þriðjudaginn 17. desember 2002 kl.17.
Mættir: Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir, auk Ingvars Atla Sigurðssonar forstöðumanns NS.
 
1. Undirskriftir allra Náttúrustofa við umhverfisráðuneytið munu fara fram 18. desember 2002. Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri mun undirrita samning við ráðuneytið fyrir hönd Vestmanaeyjabæjar. Ingi mun einnig fara yfir fjárhag stofunnar hjá ráðuneytinu en fjárhagsstaðan er mjög bág.
 
2. Rætt um útistandandi skuldir og almennt um fjárhag Náttúrustofunnar.
 
3. Ingvar ræddi það að NS vanti fleiri verkefni m.a. frá Náttúruvernd ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands.
 
4. Rætt um járðskjálftamæla sem staðsettir eru í Eyjum.
 
5. Formaður gerði grein fyrir símafundi sem hún, Ingvar Atli og bæjarstjóri áttu við
Þórð Ólafsson í umhverfisráðuneytinu 21. október sl.
 
6. Stjórn Náttúrustofunnar óskar eftir því við bæjarstjórn að bókhald NS verði fært hjá Vestmannaeyjabæ.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17.30.
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Ingvar Atli Sigurðsson
Svanhildur Guðlaugsdóttir Margrét Lilja Magnúsdóttir