Fundargerð 16. desember 2003

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn þriðjudaginn 16. desember 2003, kl. 17.00.

Mættir: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir auk Ingvars A. Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.

 
1. mál.
 
Drög að rekstraráætlun 2004 lögð fram. Samkvæmt fjárlögum mun ríkið greiða aukafjárveitingu að upphæð 5 milljónir í byrjun næsta árs. Áætlaðar tekjur fyrir árið 2004 eru 15.310.000.- og áætluð gjöld 15.296.744.- og þ.a.l. rekstrarafgangur uppá 13.256.-. Rætt var um að ráða starfsmenn í sérverkefni.
 
2. mál.
 
Rætt um útistandandi skuldir og almennt um fjárhag Náttúrustofunnar.
 
3. mál.
 
Rætt var um fyrirhuguð verkefni og sérstaklega um stofnun þjóðgarðs sem næði yfir friðland að fjallabaki auk aðliggjandi svæða á náttúruminjaskrá og einnig um verndun og friðun hafsvæða umhverfis Vestmannaeyjar og suðurströnd landsins. Hér er möguleiki á samstarfi við Náttúrustofu Reykjaness þar sem hægt er að samnýta sérfræðiþekkingu stofnana á sviði sjávarlíffræði og jarðfræði.
 
4. mál.
 
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands leggur áherslu á að farið verði í aukið samstarf við aðrar stofnanir Rannsóknasetursins.
 
5. mál.
 
Rætt var um að láta útbúa “logo” fyrir Náttúrstofuna.
 
6. mál.
 
Rætt var um möguleika á uppsetningu skilta í samráði við Umhverfisstofnun, vegna friðlýstra svæða og annarra náttúruminja.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18.20.
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
 
Eygló Harðardóttir
 
Margrét Lilja Magnúsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson