Fundargerð 16. september 2005

 
 
Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn föstudaginn 16. september 2005, kl. 12.00.
Mætt: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir auk Ingvars A. Sigurðssonar forstöðumanns.
 
Dagskrá:
 
1. Kaupsamningur.
 
2. Umsóknir.
 
3. Önnur mál.
 
1. mál.
 
Formanni stjórnar Náttúrustofu Suðurlands, Eygló Harðardóttur, er falið að undirrita kaupsamning milli samstarfsnefndar Háskóla Íslands, kt. 690394-2359 og Náttúrustofu Suðurlands, kt. 441096-2089 og ganga frá afsali þar að lútandi.
 
2. mál.
 
Rætt um umsóknina til Rannís sem verður send fyrir 1. okt. (sjá lið 3 í fundargerð 2.9.05). Rætt um lundaverkefni sem Fiona, starfsmaður Náttúrustofu, er að vinna í samstarfi við Pál Marvin hjá Háskóla Íslands og Val hjá HAFRÓ. Sótt verður um styrk til Rannís. Rætt um umsóknir til fjárlaganefndar.
 
Samþykkt var að sækja um aðild að Nordic Marine Academy, Norræna sjávarútvegsskólanum.
 
3. mál.
 
1) Stjórn Náttúrustofu Suðurlands ítrekar að hún hefur ekki umboð til að ræða samningamál starfsmanna Náttúrustofu Suðurlands, sjá fundargerð dagsetta 15.3. 2004.
 
2) Formanni stjórnar Náttúrustofu Suðurlands falið að sækjast eftir aðild að samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar.
 
Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 12.50.
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
 
Eygló Harðardóttir
 
Margrét Lilja Magnúsdóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson