Fundargerð 15. maí 2006

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands mánudaginn 15. maí 2006 kl. 12:00
 
Mætt: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir auk Ingvars A. Sigurðssonar forstöðumanns.
 
 
 
Dagskrá fundarins:
 
1. Stefnumörkun Náttúrustofu Suðurlands
 
2. Fjármál NS
 
3. Kaupsamningur
 
4. Drög að ársskýrslu
 
5. Aðalfundur NS
 
6. Önnur mál.
 
 
 
Frumdrög að stefnumörkun NS og starfsreglur samþykkt með einni áorðinni breytingu. Framlagðar starfsreglur stjórnar NS voru samþykktar.
Samþykkt að sækja um innkaupakort hjá VISA fyrir Ingvar A. Sigurðsson.
Eygló lagði fram kaupsamning milli Samstarfsnefndar HÍ kt. 690394-2359 og Náttúrustofu Suðurlands kt. 441096-2089 um fasteignina Strandveg 50, Vestmannaeyjum. Eygló undirritaði kaupsamninginn fyrir hönd NS.
Ingvar lagði fram drög að ársskýrslu NS fyrir 2005. Lokadrög ársskýrslunnar verða lögð fram á næsta aðalfundi.
Stefnt er að því að halda aðalfund NS miðvikudaginn 14. júní nk.
i) Rætt um sumarstarfsmenn og húsnæðismál þeirra.
ii) Þar sem þetta er síðasti fundur þessarar stjórnar þá var rætt vítt og breytt um málefni NS.
 
 
 
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:10.
 
 
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir
 
Eygló Harðardóttir
 
Ingvar A. Sigurðsson
 
Margrét Lilja Magnúsdóttir