Fundargerð 15. mars 2004

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn mánudaginn 15. mars 2004 kl. 16.00.
Mætt: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Eygló Harðardóttir, auk Ingvars A. Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.
 
Dagskrá:
 
Húsnæðismál, fundur FÍV með Rannsóknarsetrinu 14.1. sl.
Ráðning sumarstarfsmanns/starfsmanna.
Vinnufundur um Marine Park Management 8-15.5.0.4.
Verkefni 2004.
Samningamál.
Önnur mál.
1. mál.
 
Lögð var fram dagskrá fundar sem haldinn var með FÍV og stofnunum setursins þann 14.1.04. Kynnt var hugmynd að ÞEKKINGARSETRI sem yrði þá staðsett í húsinu sem byggt yrði við Framhaldsskólann.
 
2. mál.
 
Samþykkt að ráða Freydísi Vigfúsdóttur, kt. 080581-5999 í 3-4 mánuði í sérstök verkefni. Samþykkt var að ráða 1-2 stúdenta í sumar í samvinnu við aðrar stofnanir setursins. Sótt hefur verið í ýmsa sjóði um hluta launanna fyrir þessa stúdenta.
 
3. mál.
 
Samþykkt var að Ingvar Sigurðsson verði þátttakandi á Marine Park Management Work shop í Finnlandi 8.-15. maí nk.
 
4. mál.
 
Ingvar lagði fram verkefnalista fyrir árið 2004, sjá fylgiskjal. Einnig eru ýmis smærri verkefni, t.d. fyrir Vestmannaeyjabæ, í gangi allt árið.
 
5. mál.
 
Samþykkt að framselja Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga samningsumboð til að semja við FÍN um laun starfsmanna Náttúrustofu Suðurlands.
 
Formanninum Eygló Harðardóttur falið að ganga formlega frá framsalinu.
 
6. mál.
 
Margrét Lilja lagði fram hugmynd að nýju merki (logoi”) fyrir Náttúrustofuna.
 
Eygló sagði frá ýmsum ráðstefnum sem verða hér á landi í sumar og haust og áhugavert væri fyrir starfsmenn og/eða stjórnarmenn að sækja. Ingvar sagði frá fundi sem haldinn verður 26. mars nk. með Umhverfisstofnun og Samtökum náttúrustofa.
 
Rætt um húsnæðismál Rannsóknarsetursins.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17.20.
 
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Ingvar A. Sigurðsson.