Fundargerð 13. júní 2003

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn föstudaginn 13. júní 2003 kl. 17.00.
Mætt voru: Eygló Harðardóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Ingvar Atli Sigurðsson og Magnús Jónasson (varamaður Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttur).
 
Dagskrá fundar:
1. mál. Skipting verka í stjórn.
2. mál. Ársreikningar 2002.
3. mál. Ársskýrsla.
4. mál. Rekstraráætlun fyrir árið 2003.
5. mál. Önnur mál.
 
1. mál.
Samþykkt að Eygló Harðardóttir yrði formaður stjórnar, Margrét Lilja Magnúsdóttir varaformaður og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir yrði ritari stjórnar.
 
2. mál.
Ársreikningur 2002 var lagður fram.
Rætt var um skiptingu framlaga frá Vestmannaeyjabæ og ríkinu. Einnig upplýsti Ingvar stjórn um að Vestmannaeyjabær hefði tekið að sér að sjá um bókhald Náttúrustofu. Ingvar ræddi einnig lauslega um stöðu mála gagnvart skuld Náttúrustofu við umhverfisráðuneytið. Bæjarlögmaður væri með málið í ferli. Stjórn óskaði eftir nánari upplýsingum um “meinta” skuld frá Vestmannaeyjabæ. Ingvar tók að sér að fylgja málinu eftir.
Farið var yfir skýringar með ársreikningi þar sem fram kom að fasteign væri færð á kaupverði þar sem enn ætti eftir að ganga frá eignaskiptingu fyrir húsnæði stofnunarinnar. Því væri ekki vitað um fasteignamat eignarinnar og hún því ekki afskrifuð.
Stjórn og framkvæmdastjóri staðfestu með undirskrift sinni ársreikninga ársins 2002.
 
3. mál.
Ársskýrsla Náttúrustofu fyrir árið 2002 var tekin fyrir. Fyrri hluti ársins var tekinn saman af fyrri forstöðumanni, Ármanni Höskuldssyni, í ársskýrslu Náttúrustofu Suðurlands 1997-2001. Frá september til áramóta 2002 var tekin saman ársskýrsla af Ingvari. Fjallað var um núverandi verkefni og velt upp spurningunni um framtíðarverkefni. Ákveðið var að fara í stefnumótandi vinnu fyrir Náttúrustofu þar sm verkefni stofnunarinnar yrðu skilgreind betur út frá áhugasviði forstöðumanns. Horft yrði sérstaklega til náttúruverndaráætlunarvinnu (náttúrminjar), hafsbotnsverkefnisins með Ármanni Höskuldssyni, samstarf með menningarhúsunum í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Einnig var rætt um aukið samstarf með hinum stofnununum.
Ársskýrslan var samþykkt.
 
4. mál.
Rekstraráætlun 2003 var lögð fram.
 
5. mál.
Önnur mál. Næsti fundur ákveðinn (að óbreyttu) 20. ágúst 2003.
 
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18.30.
 
Eygló Harðardóttir
Magnús Jónasson
Margrét Lilja Magnúsdóttir
Ingvar Atli Sigurðsson