Fundargerð 12. febrúar 2003

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands haldinn miðvikudaginn 12. feb. 2003 kl. 17.
Mætt voru: Svanhildur Guðlaugsdóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir og
Ingvar Atli Sigurðsson.
 
1. mál:
Samþykkt að loka bankareikningi 582-26-2089 hjá Íslandsbanka og færa yfir á reikning Vestmannaeyjabæjar sem mun framvegis sjá um bókhaldsmál stofunnar, samanber fyrri samþykkt stjórnar.
 
2. mál:
Lögð fyrir til umræðu rekstraráætlun stofunnar 2003.
 
3. mál:
Bréf frá SNS. Þar sem kynntur er væntanlegur fundur í mars nk.
 
4. mál:
Formaður sagði frá að hún hefði óskað eftir að bæjarstjóri kæmi á fundi með umhverfisráðuneytinu vegna meintrar skuldar stofunnar sem dregin var frá framlagi ársins.
 
Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17.30.
Svanhildur Guðlaugsdóttir
Margrét Lilja Magnúsdóttir
Ingvar Atli Sigurðsson